Foreldrar ósáttir við að börn þeirra þurfi að sitja fræðslu um trans hugmyndafræðina í leik- og grunnskóla

frettinInnlendar5 Comments

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Fram á ritvöllinn skaust móðir, Vigdís, með grein á vísi.is, þar sem hún segist ósátt við að börn hennar þurfi að syngja guðsorð sem fjalla um gildi kristinnar trúar. Hún telur það tímaskekkju. Vigdís virðist ekki átta sig á að margir trúaðir foreldrar eru með börn í skólakerfinu. Að sjálfsögðu er þetta umdeilt enda er staðblær hvers heimilis ólíkur.

Samkvæmt lögum má sækja um undanþágu frá ákveðnu námi gangi það í berhögg við lífsgildi og trú fólks. Vigdís og aðrir foreldrar geta látið á það reyna í tengslum við kristna trú. Aðrir foreldrar í tengslum við trans málaflokkinn.

Margir foreldrar eru ósáttir við að trans hugmyndafræðin sé rædd og kennd í skólum landsins. Þeim finnst með ólíkindum að kennarar geti eftir þessari hugmyndafræðinni breytt líffræðinni. Nú má heyra kennara halda fram að kynin séu fleiri en tvö. Að börn séu fædd í röngum líkama. Líffræðin hefur ekkert breyst og mun ekki breytast, hvað þá lífsgildi foreldra. Foreldrar sem vilja ekki að börnum þeirra sé kennd trans hugmyndafræðin, sem er hvorki viðurkennd vísindi né staðreyndir, fá vart áheyrn hjá  skólastjórum og kennurum. Hvað þá að vel sé tekið í erindi þeirra.

Áróður viðgengst í skólakerfinu þrátt fyrir að foreldrar séu á móti honum. Vigdís segir ekki orð um það. Hugsið ykkur ef allir kennarar hefðu kross eða trúarfána í skólastofunni eins og margir flagga trans fánanum. Eða á göngum og fánastöngum skóla. Hvað myndi heyrast þá! Reyndar fela menn veru fánans undir orðunum fjölbreytileiki og mannréttindi. Að fáninn sé fyrir alla landsmenn. Svo er ekki, íslenski fáninn er eini fáninn sem þjóðin getur sameinast um sem sinn fána.

Breytingar eiga sér stað í skandinavísku löndunum og Bretlandi varðandi trans málaflokkinn. Á Íslandi fylgjumst við illa með. Enda hafa fjölmiðlar ekki fyrir því að flytja hlutlausar fréttir af málaflokknum.

Félagsleg umbreyting barns, t.d. skipta um nafn, nota fornöfn trans hreyfingar o.fl. er ekki gagnreynd meðferð og því ber ekki að nota hana. Sérfræðingar í þessum löndum hafa bent á að við gerum börnunum ekkert gott með umbreytingu. Meðferðin er ekki rannsökuðu og talið er að hún gerir minna en meira gagn. Talið er að þau börn sem vilja snúa aftur, í eigið kyn, eigi erfiðar með það eftir að félagsleg umskipti hafa átt sér stað. Í Svíþjóð eykst fjöldi þeirra barna sem hafa séð eftir breytingunni.

Hafi menn áhuga á að kynna sér trans málaflokkinn af einhverri skynsemi má horfa á þessa þætti, einn frá Svíþjóð og tveir frá Noregi, annar er umræðuþáttur. Ljósvakamiðlar hér á landi hafa ekki sýnt þessum þáttum áhuga, enda stunda þeir einhliða málflutning þegar trans málaflokkurinn er annars vegar.

Norskur fræðsluþáttur.

Þessir þættir eru fjórir í allt. Enskur texti. Fjórði þátturinn fjallar eingöngu um áhrif lyfjagjafar á barnslíkamann.

Umræðuþáttur í Noregi.

5 Comments on “Foreldrar ósáttir við að börn þeirra þurfi að sitja fræðslu um trans hugmyndafræðina í leik- og grunnskóla”

  1. Þetta er góð og mjög vel skrifuð grein hjá þér Helga Dögg.

    Brenglunar áhrif og múgheimska er allsráðandi í Íslensku samfélagi í boði stjórnvalda, fjölmiðla og skólakerfisins.

  2. Já tökum aftur upp að kenna þær lygar sem trúarbrögð eru, gefum kirkjunnar fólki betri aðgang að börnum svo þau hafi betra úrval af börnum til að misnota. Bönnum samkynhneigð í leiðinni, aðskiljum litað fólk frá hinum æðri kynstofni hvítra. Er ekki viðeigandi að setja þau skítugu í Surtsey.

  3. Já sumir eru hörundsárir þegar sannleikurinn er sagður Magnus Magnusson.

  4. Magnús Magnússon, það virðist vera að sumir séu í afneitun yfir því að það séu lífræðilega bara tvö kyn (karl og kona)

Skildu eftir skilaboð