Fréttatilkynning: Upplýsingafundur um glæpsamlega vanrækslu í störfum heilbrigðisstarfsfólks og tilraunir á börnum

frettinInnlendarLeave a Comment

Fréttatilkynning:

  • WPATH (Alþjóðlegu translækningasamtökin) glæpsamleg vanræksla í störfum heilbrigðisstarfsfólks og tilraunir á börnum.
  • Hvernig læknar hafa leyft óvísindalegum, siðlausum og skaðlegum meðferðum til að leiðbeina þeim við að meðhöndla viðkvæman hóp barna.
Sameiginlegur upplýsingafundur

REYKJAVÍK – Sameiginlegur upplýsingafundur á vegum nokkurra félagasamtaka verður haldinn til að fara í gegnum nýlegar opinberanir uppljóstrara innan World Professional Association for Transgender Health (WPATH). WPATH leiðbeiningarnar hafa verið samþykktar af læknum í mörgum löndum og meðhöndlaðar sem vísindalegar, sannaðar og gildar. Margir hafa varað við því að svo sé ekki og skjöl uppljóstrara sanna það.

Á upplýsingafundinum verður fjallað um þetta og fleiri þætti með það að markmiði að gera almenningi og stjórnvöldum ljóst að WPATH er ekki aðili í heilbrigðisþjónustu sem hægt er að treysta.

Læknaeiðinn þarf að endurreisa

Tilraunameðferðir á börnum sem talið er að séu transfólk hefur þegar krafist margra fórnarlamba og fjöldi tilvísana í tilraunameðferðir, siðlausar og skaðlegar, er nú í sögulegu hámarki og í áframhaldandi veldisvexti. Þetta er tilraunastarfsemi í nákvæmlega sama anda og hinn frægi nasisti Dr. Mengele gerði í þriðja ríkinu og síðari heimsstyrjöldinni. Þetta verður að stöðva núna og efni til að binda enda á þetta er nú til staðar.

Reglan um Primum Non Nocere (Í fyrsta lagi, ekki skaða/First do no harm) í læknaeiðnum þarf að endurreisa innan læknasamfélagsins og sérstaklega gagnvart börnum sem eru einfaldlega að uppgötva sjálf sig, oft með geðræn vandamál sem ekki má rugla saman við þörfina á að breyta líkama sínum, sem er bæði óafturkræft og ógagnreynt.

Fundurinn er haldinn á vegum Genspect - Society for Evidence Based Gender Medicine - The Gay Men's Network, Dansk Regnbueråd – Sex Matters – Environmental Progress og Samtakanna 22, Hagsmunasamtaka samkynhneigðra.

Leki úr búðum WPATH

Á fundinum verður farið yfir helstu uppljóstranir í 216 síðna skýrslu sem verður dreift til allra auk linka og efnis að innanhús fundarhöldum sem lekið var úr búðum WPATH.

Við hvetjum íslenska fjölmiðla til þess að mæta. Íslensk börn eiga það skilið og velferð barna er aldrei einkamál.

Fundurinn verður haldinn á miðvikudaginn 6. mars næstkomandi kl 14.00 á leynilegum stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Því miður verður að hafa þetta fyrirkomulag svona, því nú hefur okkur í tvígang verið gert erfitt fyrir með afbókun á síðustu stundum þegar fréttist hvar þessi fundur á að fara fram.

  • Mæting á fundinn þarf því að staðfesta með nafni og símanúmeri á [email protected] eða í síma 686-3060
  • Nákvæm staðsetning fundarins mun vera gerð fundargestum kunnugt bæði í tölvupósti og SMS tveimur klukkustundum fyrir fund – hádegi á miðvikudag 6. mars 2024.

Bestu kveðjur,

Eldur Ísidór, formaður Samtakanna 22 www.samtokin22.is

Stella O´Malley, forstjóri Genspect www.genspect.org

Jesper W. Rasmussen, formaður Dansk Regnbueråd www.danskregnbueraad.dk

Mia Hughes, höfundur skýrslunnar hjá Environmental Progress www.environmentalprogress.org

Michael Shellenberger, verkefnastjóri Environmental Progress www.environmentalprogress.org

Dennis Noel Kavanah, formaður Gay Men´s Network www.gaymensnetwork.com

Sally Parkin, fjölmiðlafulltrúi Sex Matters www.sex-matters.org

Tonje Gjevjon, fjöllistakona frá Noregi og aðgerðasinni í málefnum samkynhneigðra kvenna.

Skildu eftir skilaboð