200 íslenskir fjölmiðlar: pennastrik á RÚV

frettinInnlendar1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Opinberar tölur segja 200 fjölmiðla starfa hér á landi. Bæði væru þeir fleiri og burðugri ef RÚV hyrfi af markaði. Á hverju ári fær ríkisfjölmiðillinn tæpa 6, já sex, milljarða króna af skattfé almennings. Að auki tekur RÚV tæpa 3 milljarða árlega í auglýsingatekjur.

Hvað þarf þjóðin marga fjölmiðla? Enginn veit þá tölu. Ekki frekar en að fyrir liggi hvaða tilgangi fjölmiðlar þjóni. Eðlilegast er að fjölmiðlar vaxi, dafni og deyi án atbeina ríkisvaldsins. Fyrir liggur að almannahag er illa þjónað með RÚV sem ráðandi fjölmiðil.

Ef RÚV yrði lokað með einu pennastriki rynni upp gósentíð fjölmiðla. Auglýsingafé upp á þrjá milljarða lægi á lausu. RÚV-frekjan í dagskrárvaldi opinberrar umræðu hyrfi á einni nóttu.

Beint samhengi er á milli dagskrárvalds RÚV og spilltra blaðamanna sem tóku lögin í sínar hendur er þeir véluðu um byrlun og gagnastuld til að sækja fréttir þegar hallaði á RÚV í umræðunni. Fimm blaðamenn eru sakborningar í lögreglurannsókn. Efstaleiti var aðgerðamiðstöðin í byrlunar- og símastuldsmálinu. Tvö önnur reginhneyksli íslenskrar fjölmiðlunar síðasta áratug eru runnin undan RÚV-rifjum: Seðlabankamálið og Namibíumálið.

Stefán útvarpsstjóri Eiríksson hefur losað sig við spilltu blaðamennina einn af öðrum. En útvarpsstjóri hefur aldrei gert grein fyrir aðkomu RÚV að glæpnum gegn Páli skipstjóra Steingrímssyni. Stefán á eftir að gefa lögregluskýrslu um sína vitneskju.

RÚV er faglega og siðferðilega gjaldþrota stofnun. Ríkið heldur druslunni gangandi með sex milljörðum á ári. Íslensk fjölmiðlun yrði stórum heilbrigðari þegar sjoppunni á Glæpaleiti verður loksins lokað.

One Comment on “200 íslenskir fjölmiðlar: pennastrik á RÚV”

  1. Af þessu 200 fjölmiðlum sem þú talar hér um er sennilega minni enn handfilli af þeim sem eru faglegir í umfjöllun sinni!

    Hvað viljum við gera við þessa 6 milljarða af skattpeningum almennings?
    viljum við færa þá til fjölmiðla eins og DV eða Vísis?

    RUV er langt frá því að vera fullkomin miðill enda skal eingan undra þar sem miðlinum er stjórnað innan úr innsta hring pólitíkusana á Íslandi, þetta er kallað vestrænt lýðræði og er kennt hér á landi í gegnum skólakerfið þar sem heiminum er lýst sem svörtum og hvítum, þetta er góða fólkið og þetta er vonda fólkið!

    Við erum svo vitlaus að við getum ekki stafað embætti sumra þjóðhöfðinga í heiminum öðruvísi enn að dæma þá sem einræðisherra vegna þess að þeir falla ekki inn í þá mynd sem viðkomandi blaðramanni þóknast

    Ísland er úrkynja af græðgi, spillingu og múgheimsku sem endurspeglast í gegnum alla stóru fjölmiðlana í landinu, þetta er sorgleg staðreynd!

Skildu eftir skilaboð