Leikarinn Jon Voight segir mikilvægt að Trump verði endurkjörinn

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, TrumpLeave a Comment

Leikarinn og bandaríski föðurlandsvinurinn Jon Voight mælir með endurkjöri Donald Trumps árið 2024 á nýju myndbandi (sjá að neðan). Voight er einn af þessum fáséðu frægu Hollywood leikurum sem opinberlega er íhaldsmaður og stuðningsmaður Trumps. Hann hefur verið stuðningsmaður Trumps opinberlega í mörg ár. Voight fjallar um mörg af þeim málum sem eru efst á baugi fyrir kjósendur í ár í Bandaríkjunum.

Breitbart News greinir frá: Voight segir á myndbandinu:

„Fáum til baka það sem týnst hefur. Við verðum að fá til baka öryggi þessa frábæra lands. Við verðum að fá til baka okkar stærstu  sem einu sinni voru að blómstra. Vinir mínir af öllum litum, öllum trúarbrögðum, öllum þjóðum, við verðum að muna [þennan] sannleika: einn kærleikur undir Guði. Lífið er fullt af óréttlæti, þetta land Ísrael er í hættu, land hinna frjálsu, USA, er í hættu.“

„Við skulum öll koma saman og gera þessi lönd örugg aftur. Við verðum að hætta þessu stríði. Við verðum að stöðva þetta myrkur. Þessa neikvæðu plágu sem er viðvarandi. Hvernig? Kjósið, eina forsetann sem getur bjargað þessum löndum í eitt skipti fyrir öll.“

„Látið allar þjóðir blómgast, látum þær skína. Vinir mínir, eina leiðin er Donald J. Trump forseti. Hann og aðeins hann getur ráðið við þessa erfiðleika og breytt þeim í stórkostlegan sigur. Hann getur hreinsað út sorann og komið með dýrð, skapað réttlæti. Hann mun hjálpa til við að bjarga Ísrael og vara þessa óvini við, að þeir munu gjalda óréttlætis síns, fyrir svívirðingar sínar.“

Voight bætti við: „Réttlætið mun sigra og friður verða til fyrir allar þjóðir“ ef Trump, væntanlegur frambjóðandi repúblikana, verður kjörinn í nóvember.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð