Í 4 gr.reglugerðarinnar er hinsvegar ekki minnst á skyldu til að sýna fram á PCR-próf erlendis frá við heimkomu á landamærastöð heldur aðeins um skylduna til að fara í sýnatöku í flugstöðinni og svo í sóttkví þar til niðurstöður úr síðari sýnatöku liggja fyrir.
Hér neðar má sjá 4. gr. reglugerðarinnar og því ekki hægt að sjá annað en að kærur lögreglunnar séu hreinn tilbúningur. Mæðgunum var boðið að ljúka málinu með 100 þúsund króna sektargreiðslu. Þær hafa ekki greitt sektina og ætla ekki að gera enda er hvergi að finna meint brot í reglugerðinni sem lögreglan vísar í.
Sýnataka við landamæri Íslands
Öllum þeim sem koma til Íslands og dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem áhættusvæði er skylt að fara í sýnatöku í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða á öðrum landamærastöðvum sem sóttvarnalæknir ákveður til greiningar á SARS-CoV-2 veirunni og síðan í sóttkví þangað til niðurstöður liggja fyrir úr seinni sýnatöku sem í boði verður og framkvæma skal 5 dögum eftir komu til landsins. Sóttvarnalæknir skal reglulega endurmeta hvaða lönd og svæði teljist áhættusvæði, svo sem með hliðsjón af skilgreiningu alþjóðastofnana. Börnum fæddum 2005 eða síðar er ekki skylt að fara í sýnatöku en er skylt að vera í sóttkví með foreldri eða forráðamanni. Framkvæmd sýnatöku við landamæri Íslands fer að öðru leyti fram samkvæmt leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir gefur út. Ef sýni úr seinni sýnatöku reynist neikvætt er einstaklingi ekki lengur skylt að sæta sóttkví. Um jákvæð sýni fer eftir 10. gr.
One Comment on “Greiða ekki sekt fyrir ,,sóttvarnarbrot“ – meint brot ekki að finna í reglugerð”
Yfirvöld eru bara að nota þessa klikkuðu covid histeríu sem tæki til þess að reyna að fá meira fé í ríkiskassann frá almenningi. Og að lögreglan skuli taka þátt í þessu og það meira að segja án þess að hafa hugmynd um hvernig “ lögin “ hljóða er einfaldlega mjög alvarlegt mál.