Loka þarf strönd við Suður-Kaliforníu vegna mikils olíuleka

frettinErlentLeave a Comment

Mikill olíuleiki varð við strendur Suður-Kaliforníu sl. laugardag og hafa menn neyðst til að fresta áætluðum viðburðum og fleiru á Huntington ströndinni. 

Um 3000 tunnur af olíu láku frá olíuframleiðslustöð sem staðsett var um 4,5 mílur úti við strendur Suður-Kaliforníu: Magnið jafngildir um 126 þúsundum gallonum eða um 477 þúsundum lítrum. Þetta upplýsti Kim Carr bæjarstjóri Huntington Beach.

Bandarísku strandgæslunni var tilkynnt um lekann um klukkan níu á laugardagsmorgun. Snemma á sunnudeginum var olían komin að ströndinni. Hún hafði lekið inn í Talbert Marshlands og Santa Ana River Trail og náði yfir um 5,8 sjómílna svæði.

Olíulekinn hefur þegar haft töluverð áhrif á dýralífið, dauðir fuglar og fiskar hafa skolast upp á ströndina. 


Skildu eftir skilaboð