Lagalegar deilur Trumps fyrrum Bandaríkjaforseta við samskiptamiðilinn Twitter halda áfram. Eins og flestum er kunnugt lokuðu stjórnendur miðilsins fyrir aðgang forsetans sem var með um 88 milljónir fylgjenda.
Trump lagði fram þá kröfu fyrir dómstólum í Suður-Flórída að lögbann yrði sett á lokun Twitter aðgangs hans, í þeim tilgangi að opnað verði fyrir hann á ný. Forsetinn fyrrverandi er þar með að nýta sér ný lög í Flórída sem varða ritskoðun samfélagsmiðlanna.
Í dómsskjölunum heldur Trump því meðal annars fram að þingmenn Congress hafi neytt stjórnendur Twitter til að ritskoða hann og eins að Joe Biden hafi fordæmt samfélagsmiðla fyrir að vera með svokallaðar COVID-19 „falsupplýsingar," sem væru að ,,drepa fólk" og krafðist hann þess að lokað yrði fyrir þannig upplýsingar.
Hér má lesa stefnu Trumps sem dagsett er 1. október 2021. Nokkrir smærri fjölmiðlar segja frá málinu.