Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá því að minnst 15 manns sem höfðu fengið einn skammt af bóluefninu Janssen og fengu síðan svokallaðan örvunarskammt (Pfizer eða Moderna sem eru mRNA líftæknilyf og framleidd með annars konar tækni en Janssen og Astra Zeneca) hafi í kjölfarið leitað upp á spítala með hjartavöðvabólgu eða gollurshússbólgu. Þeir eru allir undir eftirliti.
Fram kom í fréttatímanum að ekki væri einhugur meðal lækna að gefa stórum hópi fólks sem fékk Janssen bóluefnið örvunarskammt.
Í lok júlí mælti sóttvarnarlæknir með því að þeir sem höfðu fengið einn skammt af Janssen og áttu í raun að teljast fullbólusettir, fengju örvunarskammt af annarri tegund.
Sigfús Örvar Gizurarson hjartalæknir telur að sóttvarnarlæknir hafi farið of geyst í þessar bólusetningar og að umræðan um aukaverkanir hafi ekki verið nægileg, fólk hafi bara verið kallað inn! Hann segir vísindalega grunninn fyrir þessum bólusetningum ekki hafa verið nægilega sterkan.
Um miðjan ágúst mælti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gegn því að ríki gæfu stórum hópum örvunarskammt en þá hafði þó nokkur fjöldi Íslendinga fengið skammtinn.
Fréttin.is vill bæta því við að sambland tveggja ólíkra bóluefna, eða það sem kallast á ensku "mix&match" aðferðin hafi aldrei verið rannsökuð og tekur því undir með Sigfúsi Örvari um að sóttvarnarlæknir hafi farið of geyst í þess konar bólusetningar. Íslendingar voru kallaðir í stórum hópum í svokallaðan örvunarskammt án þess að rannsóknir lægju þar á bak við.
14 Comments on “Minnst 15 manns hafa leitað upp á spítala með hjartabólgur eftir örvunarskammt”
MittVal verið frábær með góðar athugasemdir, kúdos