Dagblaðið fékk afhenta yfirstrikaða tölvupósta um uppruna veirunnar

frettinErlentLeave a Comment

Breska ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að neita að opinbera póstsamskipti milli fremstu vísindamanna heims um uppruna Covid-19 veirunnar.

Breska dagblaðið Daily Mail nýtti sér upplýsingalög í landinu og kallaði eftir 32 tölvupóstum um leynilegan fjarfund breskra og bandarískra heilbrigðisyfirvalda sem haldinn var snemma í faraldrinum. Breski vísindamaðurinn Patrick Vallance, einn helsti ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar, var meðal fundargesta.

Dagblaðið fékk afhenta póstana en embættismenn höfðu strikað yfir nánast hvert einasta orð.

Áður en þessi umræða breskra og bandarískra yfirvalda fór fram, voru nokkrir af áhrifamestu vísindamönnum heims sem töldu að veiran hafi að öllum líkindum orðið til á rannsóknarstofu, en aðeins nokkrum dögum síðar gerðu vísindamennirnir lítið úr þeirri kenningu, sögðu hana mjög ólíklega og töluðu jafnvel um samsæriskenningu.

Kjarni málsins er að vísindasamfélagið reyndi að hefta umræður um upphaf faraldursins á þeim tíma þegar nýjar sannanir komu fram um tengsl Bandaríkjanna við áhættusamar rannsóknir á leðurblökuveirum í Wuhan, þar sem fyrsta Covid-19 tilfellið greindist seint á árinu 2019.

Alla greinina má lesa hér.

Image

Skildu eftir skilaboð