Svíþjóð og Danmörk hafa ákveðið að gera hlé á notkun mRNA bóluefnisins Moderna á yngri aldurshópum eftir fregnir af hugsanlegum aukaverkunum í hjarta.
Sænsk heilbrigðisyfirvöld sögðust ætla að gera hlé á notkun bóluefnisins fyrir þá sem fæddir eru 1991 og síðar þar sem gögn benda til aukinnar hjartavöðva- og gollurshússbólgu meðal unglinga og ungra fullorðinna sem hafa verið bólusett með efninu.
„Orsakatengslin eru sérstaklega skýr þegar kemur að Moderna, sérstaklega eftir seinni skammtinn," sögðu heilbrigðisyfirvöld, þó að aukaverkunin væri ekki mjög algeng.
Hlutabréf Moderna lækkuðu um 4,9% í viðskiptum dagsins við fréttirnar. Talsmaður Moderna sagði í tölvupósti að fyrirtækið væri meðvitað um ákvarðanir yfirvalda, þ.e.a.s að gera hlé á notkun bóluefnisins meðal yngra fólks vegna hættunnar á hjarta-og gollurshússbólgu.
Reiknað er með að yfirvöld í Finnlandi tilkynni um ákvörðun sína á fimmtudag skv. Dr. Hanna Nohynek, yfirlækni á finnskri heilbrigðisstofnun.
Öll þrjú ríkin byggja ákvörðun sína á rannsókn sem ekki hefur verið birt en var unnin af heilbrigðisyfirvöldum í Svíþjóð.
Frumniðurstöður rannsóknarinnar hafa verið sendar Lyfjastofnun Evrópu.