Flensudauði gæti orðið sá versti að vetri í 50 ár, segja sérfræðingar

frettinErlentLeave a Comment

Heilbrigðisyfirvöld á Bretlandi vara nú við því að dauðsföll af völdum inflúensunnar gætu orðið þau mestu í 50 ár sökum lokunaraðgerða og félagslegrar einangrunar í kringum Covid-19.

Meira en 35 milljónum manns verður boðið upp á flensusprautur í vetur þar sem ónæmiskerfi Breta hefur veikst sökum einangrunar og víðtækra lokunaraðgerða.

Embættismenn óttast að í vetur geti orðið allt að 60.000 dauðsföll af flensunni sem er hæst tala í Bretlandi frá Hong Kong flensufaraldrinum 1968.

Heilbrigðisyfirvöld sögðu að aðgerðirnar sem gripið var til undanfarna 18 mánuði hafi verið til að vernda landið og fólkið fyrir Covid-19 en að þær hafi jafnframt stofnað almenningi í meiri hættu með hina hefðbundnu haustflensu.

NHS (National Health Services) hefur þegar hafið átak í flensubólusetningum og heilbrigðisyfirvöld munu hvetja alla til að nota tækifærið. Yfirvöld ætla að hefja mikla herferð næstu daga til að fá sem flesta í bólusetningu.

Áætluð fjölgun dauðsfalla

Prófessor Jonathan Van-Tam, staðgengill landlæknis, sagði: „Það voru ekki margir sem fengu flensu í fyrra vegna Covid-19 sóttvarnaraðgerða
og því er ekki eins mikið náttúrulegt ónæmi til staðar í landinu, eins og
vanalega. Við munum sjá flensuna dreifa sér í vetur, það gæti orðið meira en venjulega og það veldur verulegum heilsufarsáhyggjum."

„Báðar þessar veirur eru alvarlegar: þær geta bæði dreifst auðveldlega, leitt til sjúkrahúsvistar og báðar geta þær verið banvænar. Það er virkilega mikilvægt að fólk fái bóluefni eins fljótt og mögulegt er."

Í þessu samhengi má geta þess að engin dauðsföll af völdum inflúensu hafa orðið á Íslandi frá því í apríl 2020, eða um það bil frá þeim tíma sem Covid-19 barst til landsins. 

Skildu eftir skilaboð