Austurríski kanslarinn Sebastian Kurz sagði af sér embætti nú í kvöld eftir að hafa verið viðriðinn spillingu.
Hann sagðist ætla að afhenda Alexander Schallenberg utanríkisráðherra, kanslaraembættið.
Austurrísk yfirvöld réðust inn á skrifstofur Kurz og höfuðstöðvar flokksins í Vín á miðvikudag vegna gruns um að hann og innsti hringur hans hafi svikið út almannafé til að múta blaðamönnum og áberandi fjölmiðlafólki gegn góðri umfjöllun.