Óbólusettir íþróttamenn vinna sigur fyrir dómstólum

frettinErlentLeave a Comment

16 óbólusettir íþróttamenn unnu sigur fyrir dómstólum í Ohio ríki í Bandaríkjunum. Deilurnar snérust um bann Western Michigan háskólans við íþróttaiðkun óbólusettra sem nær einnig til íþróttafólks frá öðrum háskólum sem koma í keppnisskyni.

Í samhljóða niðurstöðu dómsins, birtri 7. október sl. ályktaði  áfrýjunardómstóllinn í Cincinnati, Ohio að háskólinn hefði brotið gegn fyrstu grein stjórnarskráarinnar sem meðal annars kveður á um frelsi í trúmálum.

Allir íþróttamennirnir 16 höfðu óskað eftir undanþágu á Covid bólusetningu af trúarlegum ástæðum en háskólinn, að sögn dómsins, „hunsaði eða neitaði," beiðninni.

Í dómnum segir: „Háskólinn stillti íþróttafólkinu upp við vegg": Látið bólusetja ykkur eða hættið að fullu að taka þátt í íþróttaleikjum milli háskóla. Með því að skilyrða rétt fólksins til að stunda íþróttir við þann eina kost að láta af eigin trúarskoðunum, hefur háskólinn íþyngt stjórnarskrávörðum rétti þeirra."

Skyldan til bólusetningar hefði komið í veg fyrir að íþróttafólkið gæti spilað leiki eða stundað æfingar með liðum sínum nema það væri bólusett við Covid.

Hér má lesa dóminn.

Skildu eftir skilaboð