Pfizer ætlar að rannsaka virkni bóluefnisins gegn COVID-19 með því að bólusetja alla íbúa eldri en 12 ára í bænum Toledo í suðurhluta Brasilíu. 148,000 manns búa í bænum. Þetta tilkynnti fyrirtækið á miðvikudag.
Um er að ræða samstarf Pfizer og bólusetningarráðs Brasilíu, heilbrigðisyfirvalda í Toledo, sjúkrahúss og háskóla.
Pfizer sagði að tilgangurinn væri að rannsaka smit kórónuveirunnar við „raunverulegar aðstæður" eftir að íbúar bæjarins hafa verið bólusettir.
Það er lítil andstaða við bólusetningar í bænum þar sem 98% bæjarins hafa fengið fyrsta skammt, aðallega af Pfizer, AstraZeneca og Sinovac, sagði yfirmaður heilbrigðismála sveitarfélagsins, Gabriela Kucharski, og bætti við að 56% væru fullbólusettir.
„Framtakið er fyrsta og eina sinnar tegundar þar sem ráðist hefur verið í samvinnu við lyfjafyrirtækið í þróunarríki," sagði Pfizer.
Til samanburðar má geta þess að rétt um 47% af brasilísku þjóðinni er bólusett.
Toledo, Brasilía.