Guðmundur Felix sýnir ótrúlegar framfarir

frettinInnlendarLeave a Comment

Guðmund­ur Fel­ix Grét­ars­son, hefur sýnt ótrúlegar framfarir eftir að hafa fengið grædda á sig hand­leggi í byrj­un árs, hann birti í morg­un mynd­skeið á Face­book þar sem hann sýn­ir árangur ígræðslunnar. Nær hann meðal ann­ars að hreyfa fing­urna en að sögn hans átti það ekki að vera mögu­leiki fyrr en eft­ir rúmt ár.

Níu mánuðir eru liðnir frá aðgerðinni sögulegu sem átti sér stað í Lyon Frakklandi. Talið var að taug­arn­ar myndu vaxa um einn milli­metra á dag inn í hend­urn­ar og að það tæki Guðmund heilt ár að geta hreyft oln­bog­ann. Þá var talið að það tæki um tvö ár að fá mögu­lega til­finn­ingu í fing­urna.

Fram­far­irn­ar eru þó langt á und­an þeirri tíma­áætl­un en í mynd­skeiðinu sem birt var í morg­un sést Guðmund­ur gæða sér á klementínu sem hann tók sjálf­ur af borðinu með fingr­um sín­um og smellti upp í sig.

Guðmund­ur get­ur nú lyft báðum hand­leggj­um og er mikl­ar fram­far­ir að sjá í þeim hægri.

„Þann 28. maí gat ég aðeins hnyklað vöðvann. Í dag get ég gert mun meira en að hnykla aðeins vöðvana. Hand­legg­ur­inn virk­ar þokka­lega vel og styrk­ur­inn í öxl­un­um og vöðvun­um er all­ur að koma til,“ seg­ir Guðmund­ur í mynd­skeiðinu.

Að sögn Guðmund­ar finn­ur hann nú fyr­ir kulda og snert­ingu í hand­leggn­um þó svo að til­finn­ing í húðinni sé enn að koma til.

Fréttin.is óskar Guðmundi Felix innilega til hamingju.

Myndskeiðið af árangrinum má sjá hér að neðan.


Skildu eftir skilaboð