Alvarlegur bruni varð í Hafnafirði í nótt þar sem kona á sjötugsaldri lést.
Slökkvilið fékk tilkynningu rétt fyrir kl 02:00 í nótt um reyk frá íbúð í Hafnafirði í nótt, þegar slökkvilið kom á staðinn var tilkynnt að kona væri inni í íbúðinni, reykkafar voru sendir inn og fannst konan fljótlega og var úrskurðuð látin á vettvangi.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn en reykur barst í aðrar íbúðir og fengu íbúar aðstoð Rauða krossins með gistingu og áfallahjálp.
Ekki er vitað um eldsupptök og er það í rannsókn hjá lögreglu.
Fjögur útköll voru síðasta sólahringin og farnir voru 90 sjúkraflutningar þar af 22 forgangsflutningar.