Söngkonan Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, var gestur í þættinum Kvennaklefinn á Hringbraut. Hún segir að sér hafa nánast blætt út í sumar í kjölfar bólusetningar og sé fórnarlamb þeirra.
Athygli vekur að fram kemur í þættinum að einhverjar konur sem hafa opnað sig um þessa röskun í móðurlífi finnst sumum óþægilegt að þeirra saga sé notuð vegna ótta við að vera stimplaðar "anti vaxer" sem er notað sem skammaryrði gegn þeim sem eru á móti þessum tilteknu bólusetningum sem enn eru á tilraunastigi og hafa þar að auki ekki staðist væntingar.
Þetta gefur til kynna að mikil meðvirkni er í gangi í þjóðfélaginu og fólk sem er að glíma við alvarleg veikindi í kjölfar bólusetningar veigrar sér við að stíga fram vegna öfgafólks sem ræðst að þeim sem er á annarri skoðun eða hefur lent í veikindum í kjöfar bólusetningarinnar með stimplum og svífyrðingum. Slíkt getur ekki talist góð þróun í lýðræðislegu samfélagi þar sem tjáningafrelsið er hornsteininn, og að þagga niður málefni er tengist heilsu fólks er hættuleg hugmyndafræði.
Í upphafi sumars voru um 500 konur í hópi á Facebook sem höfðu upplifað breytingar á tíðahring í kjölfar bólusetninga en nú eru þær orðnar vel yfir 2000. Það verður seint hægt að kalla þessar konur "anti vaxers" þar sem þær fóru allar í umrædda bólusetningu og því aumkunarvert að láta að því liggja.
Viðtalið við Möggu Stínu má sjá hér.
Þess má geta að Þórdís Björk skrifaði pistil um veikindi Möggu Stínu fyrr í sumar á bloggi sínu og má sjá hér.