Nú hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýst þeim áformum sínum að viðhalda sóttvarnaraðgerðum vegna kórónaveirunnar, ekki vegna kórónaveirunnar sjálfrar heldur vegna flensu og kvefpesta. Réttlætingin er að Landspítalinn ráði ekki við álagið.
Maður getur auðvitað spurt sig hvort þetta sé það sem átt er við með "the new normal"? Að samfélagið eigi að vera í heljargreipum þessa manns, sem bersýnilega hefur glatað raunveruleikaskyninu, um alla framtíð.
En skoðum aðeins réttlætinguna sem nefnd er:
Á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi starfa 15.000 manns. Á síðasta árið leituðu 1.3 milljónir manns til spítalans, þar eru 1.100 rúm. Rekstrarkostnaður var 282 milljarðar ISK.
Heimsóknir per starfsmann eru því 87 talsins.
Kostnaður á hverja heimsókn er kr. 256.000.
Það starfa 6.000 manns á Landspítalanum. Á síðasta ári leituðu 108.000 manns til spítalans, þar eru 657 rúm. Rekstrarkostnaður var 82 milljarðar ISK.
Heimsóknir per starfsmann eru því 18 talsins.
Kostnaður á hverja heimsókn er kr. 760.000.
Af þessu er ljóst að rekstrarkostnaður Landspítalans, miðað við fjölda heimsókna, er þrefalt hærri en á Karolinska sjúkrahúsinu. Miðað við heimsóknafjölda eru starfsmenn meira en fjórfalt fleiri.
Þá er spurningin þessi: Fyrst fyrir liggur að rekstur spítalans er jafn gríðarlega lélegur og þessar tölur sýna, hver eru þá réttu viðbrögðin? Eru réttu viðbrögðin að gera ekkert varðandi reksturinn, en loka fólk þess í stað inni og halda landinu hálflokuðu til að reyna að hindra að einhver veikist? Eða eru réttu viðbrögðin að taka á vandamálinu sjálfu, ráða almennilegan stjórnanda til að koma spítalanum á réttan kjöl?