Höfnin í Trieste á Ítalíu lömuð vegna mótmæla við ,,græna passann“

frettinErlentLeave a Comment

Höfnin í Trieste hefur lamast vegna fjölda manna sem eru í verkfalli og mótmæla „græna passanum" á vinnustöðum, að sögn fjölmiðla á staðnum. Hundruð mótmælenda hafa safnast saman við hafnarsvæðið og áætlað er að 250 manns sem eru ekki að vinna hafi einnig tekið þátt í mótmælunum.

Frá og með deginum í dag þurfa allir íbúar Ítalíu að sýna „græna passann," mótefnavottorð eða neikvætt PCR próf til að mega sækja vinnu sína. Þetta eru ströngustu „sóttvarnaraðgerðir" í Evrópu og jafnvel á heimsvísu. Starfsfólk þarf auk þess að greiða fyrir PCR prófin.

Mótmælendur segjast ætla að halda áfram aðgerðum við hafnarsvæðið þar til stjórnvöld breyta um skoðun.


Skildu eftir skilaboð