Frá og með deginum í dag verður Ítalía fyrsta Evrópuríkið þar sem öllum atvinnurekendum er gert að krefja starfsfólk sitt um græna passans svokallaða, neikvætt PCR próf eða vottorð um mótefni eftir Covid sýkingu. Um er að ræða nánast allsherjar skyldbólusetningu í landinu, nokkuð sem var kynnt af forsætisráðherra landsins, Mario Draghi, fyrir u.þ.b. mánuði síðan.
Starfsfólk fær fimm daga af „órökstuddri fjarvist," en eftir það er atvinnurekendum heimilt að halda eftir launagreiðslum þrátt fyrir að ekki megi reka fólkið. Aðgerðirnar eru þær hörðustu í Evrópu og jafnvel á heimsvísu. Starfsfólk sem „finnst" inni á vinnustað án græna passans á yfir höfði sér €1500 sekt og atvinnurekendur sem ekki krefja starfsfólk sitt um passann, €1000 sekt.
Ríkistjórn Ítalíu innleiddi fyrst passann í júní sl. fyrir alþjóðleg ferðalög. Stuttu síðar var passans krafist á innanhúss veitingastöðum, í leikhúsum, líkamsræktarstöðvum og sundlaugum.
Í byrjun september gekk ríkisstjórnin enn lengra og krafa var gerð um passann í lestum, rútum, ferjum og innanlandsflugi. Einnig var foreldrum skólabarna gert að framvísa passanum vildu þeir koma inn í skólana.
Heilbrigðisráðherra landsins, Roberto Speranza, birtist reglulega á sjónvarpsskjánum þar sem hann segist skilja áhyggjur þeirra sem ekki vilja Covid bóluefnið, á sama tíma og hann reynir að hvetja fleiri til að fara í bólusetningu.
Fjölmenn mótmæli hafa verið á Ítalíu undanfarið vegna aðgerðanna og fyrir nokkrum dögum brutust út átök meðal mótmælenda og lögreglu. Um milljón verkamenn og annað starfsfólk hafa farið í verkfall eftir að ríkisstjórnin kynnti áform sín um notkun passans á vinnustöðum.
Myndband frá mótmælum í Trieste Ítalíu 13. október.