Breskur lávarður og lífræðiprófessor segir að ekki sé hægt að breyta um kyn

frettinErlentLeave a Comment

Breski lávarðurinn, Robert Winston, sem er líffræðingur að mennt segist óttast að honum muni berast haturspóstar eftir að hafa tekið undir orð prófessors sem heldur því fra að ekki sé hægt að breyta um kyn.

Líffræðingurinn, sem er prófessor í vísindum og samfélagsmálum við Imperial College í London sagði við þáttastjórnandann Fionu Bruce að hugsanlega yrði hann sakaður um transfóbíu eftir viðtal á sjónvarpsstöðinni BBC, en hann væri þrátt fyrir það að tala um staðreyndir sem ekki má ræða vegna pólitísks réttrúnaðar.

Kallað hefur verið eftir því að Kathleen Stock, heimspekiprófessor við háskólann í Sussex,  verði sagt upp störfum vegna ummæla hennar um transfólk og er hún sökuð um transfóbíu. Lávarðurinn segir mikilvægt að tjáningafrelsið sé virt og fólk fái að tjá sínar skoðanir á málefnum án þess að verða fyrir ofsóknum eða atvinnumissi.

Winston tekur undir með prófessor Stock og segir: „Ég segi afdráttarlaust, það er ekki hægt að breyta um kyn, kyn manneskjunnar er að finna í hverri frumu líkamans og í litningum hennar.  Kynið er að finna í  erfðaefni okkar manna og heila-og hormónasstarfsemi kynjanna eru ólík.  Kynin eru líffræðilega ólík og þeim er ekki hægt að breyta."

Þetta má ekki segja opinberlega en þetta er samt staðreynd bætir líffræðiprófessorinn við.

Netverjar hafa nú þegar brugðist við með hatursfullum skilaboðum um orð lávarðsins og óska eftir því að þetta verði hans síðasta viðtal á BBC, umræðuna má sjá á twitter. 

Skildu eftir skilaboð