Flest smit í Waterford Írlandi þrátt fyrir 99.7% bólusetningahlutfall

frettinErlentLeave a Comment

Í bænum Waterford á Írlandi er bólusetningarhlutfall við Covid-19 það hæsta á Írlandi, eða 99,7%. Smithlutfallið í bænum er í dag það hæsta í öllu landinu.

Niall McNamara, heimilislæknir í Waterford á Írlandi, sagði enga sérstaka skýringu vera á því hvers vegna hið vel bólusetta bæjarfélag væri nú með hæstu tíðni Covid-19 smita á landsvísu.

Dr. McNamara sagði að veruleg fjölgun hafi orðið á fjölda sjúklinga sem hafa fengið Covid-lík einkenni undanfarna viku. Aukning tilfella meðal grunnskólabarna hafði orðið til þess að sumir tengdu þróunina við samskipti. Hann lagði áherslu á að þetta hafi verið „ófyrirsjáanlegt."

Frá því að faraldurinn hófst hefur Waterford verið með eina lægstu smittíðni í landinu. En á síðustu tveimur vikum hafa tilfellin í bænum verið 747 á hverja 100,000 mans. Þar með er bærinn með hæsta smithlutfallið á Írlandi.

Þrátt fyrir þessa miklu fjölgun tilfella sagði Dr. McNamara að þökk sé bóluefninu, þá væru flestar sýkingarnar vægar og það væri aðeins í „sjaldgæfum tilfellum" sem smitin leiddu til alvarlegra veikinda. 

Læknirinn sagðist ekki telja að það þyrfti að gera neinar sérstakar varúðarráðstafanir en bendir fólki á að fara varlega, nota grímur, halda fyrir munninn þurfi það að hósta og fara í einangrun um leið og það finni fyrir einkennum.

Þessi þróun virðist eiga sér stað víðar þar sem bólsetningarhlutfall er hátt, t.d. í Singapore, Íslandi og Ísrael þar sem smittíðni rauk upp eftir að um 90% 16 ára og eldri höfðu verið bólusett.

Írska stjórnmálakonan Regina Doherty segir þó að taka þurfi til umræðu hvort þeir 300,000 óbólusettu Írar eigi að komast upp með þá ákvörðun sína og stofna heilsu allra hinna í hættu."


ImageImageImage

Skildu eftir skilaboð