Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins, Keir Starmer, heimsóttu kirkjuna á laugardag þar sem þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn til bana af sómalískum innflytjanda, en þingmaðurinn var þar á fundi með kjósendum þegar ódæðismaðurinn lét til skarar skríða. Klukkustundum eftir morðið var atburðinum lýst sem hryðjuverki.
Morðið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi og hvatt er til endurskoðunar á öryggisráðstöfunum fyrir þingmenn sem sinna kjördæmavinnu.
Amess var 69 ára og meðlimur í íhaldsflokki Boris Johnson, forsætisráðherra. Amess lést eftir að hafa verið stunginn 17 sinnum um miðjan dag á föstudaginn við kirkjuna "Belfairs Methodist Church" í Leigh-on-Sea á Englandi.
25 ára gamall karlmaður var handtekinn á staðnum grunaður um morð og fannst morðvopnið, að sögn lögreglu. Talið er að hann hafi verið einn að verki.
Snemmrannsókn hefur leitt í ljós hugsanlega tengingu við öfgasamtök íslamista segir í yfirlýsingu frá lögreglunni.
Talið er að maðurinn sem var handtekinn sé breskur ríkisborgari af sómalískum uppruna, að sögn opinberra heimildarmanna við bresku fréttastofuna PA Media. Breska ríkislögreglan gegn hryðjuverkum stýrir rannsókn á morðinu, sagði lögreglan á föstudag.
Heimild: CNN og Daily Mail
Fréttamannafundinn má sjá hér að neðan.