Ítalir í Bolzano mótmæla ,,sóttvarnarðgerðum“ með víkingaklappinu

frettinErlentLeave a Comment

Á föstudaginn sl. gengu í gildi ströngustu „sóttvarnarreglur" í Evrópu, þar sem íbúar landsins geta ekki sótt vinnu án þess að framvísa græna passanum svokallaða, vottorði um mótefni við Covid eftir sýkingu eða neikvæðu PCR prófi með reglulegu millibili sem starfsfólk þarf sjálft að greiða fyrir.

Mikið hefur verið um mótmæli á Ítalíu frá því að reglurnar voru kynntar og á föstudaginn lömuðu mótmælendur og verkamenn höfnina í Trieste.

Í Bolzano á Ítalíu voru líka fjölmenn mótmæli en þar tóku Ítalir víkingaklappið okkar Íslendinga. Heyra má þá kalla Freiheit á þýsku en í Bolzano er meðal annars töluð þýska.

Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan.

Skildu eftir skilaboð