Colin Powell látinn, var fullbólusettur en sagður hafa látist af völdum Covid

frettinErlent

Fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna og hershöfðingi, Colin Powell lést í morg­un, 84 ára að aldri. Fjöl­skylda hans til­kynnti andlátið á Face­book, að hann hefði látist af völdum Covid-19 og að hann hefði verið fullbólusettur við veirunni.

Powell var fyrsti blökkumaður­inn sem gegndi embætti ut­an­rík­is­ráðherra Bandaríkjanna og tók mikinn þátt í að móta ut­an­rík­is­­stefnu lands­ins í lok 20. ald­ar og byrj­un 21. aldar.