Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hershöfðingi, Colin Powell lést í morgun, 84 ára að aldri. Fjölskylda hans tilkynnti andlátið á Facebook, að hann hefði látist af völdum Covid-19 og að hann hefði verið fullbólusettur við veirunni.
Powell var fyrsti blökkumaðurinn sem gegndi embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna og tók mikinn þátt í að móta utanríkisstefnu landsins í lok 20. aldar og byrjun 21. aldar.