Að minnsta kosti 26 hafa látið lífið í flóðum í suðurhluta Indlands eftir að miklar rigningar urðu til þess að ár flæddu og hrifu niður huta af bæjum og þorpum.
Fimm börn eru á meðal þeirra látnu. Óttast er að tala látinna geti hækkað enn frekar þar sem margra er saknað. Nokkur hús skoluðust burt og fólk lokaðist inni í borginni Kottayam í Kerala héraði.
Myndband af svæðinu sýndi að rútufarþegum var bjargað eftir að farartæki þeirra fylltust af vatni.
Miklir úrkomudagar í Kerala hafa valdið mannskæðu skriðufalli og hefur indverski herinn tekið þátt í björgunaraðgerðum. Þyrlur hafa verið notaðar til að fljúga með vistir og mannskap til svæða þar sem fólk hefur legið fast undir rusli eftir skriðuföllin.
Í einu hörmulegasta atvikinu var staðfest að sex manna fjölskylda, þar á meðal 75 ára gömul amma og þrjú börn létust eftir að heimili þeirra í Kottayam skolaðist burt. Lík þriggja annarra barna, átta, sjö og fjögurra ára, fundust grafin undir ruslinu í Idukki, þar sem leitað var að minnsta kosti fimm öðrum sem saknað er.
Fiskibátar eru notaðir til að flytja þá sem lifðu af og lokuðust inni í borginni Kollam og öðrum strandbæjum þar sem vegakaflar hafa þurrkast burt og tré rifin upp með rótum.
Íbúar heimamanna gengu til liðs við björgunarsveitir á sunnudag til að hjálpa við að fjarlægja leðju, grjót og fallin tré sem urðu fyrir skemmdum þegar leit að fólki hélt áfram. Flóttamannamiðstöðvum hefur verið komið á fót á ýmsum svæðum víðs vegar um héraðið.
Það er ekki óalgengt að mikil úrkoma valdi flóðum og skriðuföllum í Kerala, þar sem votlendi og vötn sem áður veittu vernd gegn flóðum hafa horfið vegna aukinnar þéttbýlismyndunar og byggðar.
Árið 2018 létust um 400 manns og rúmlega ein milljón til viðbótar var á flótta vegna verstu flóða í Kerala á einni öld. Mat sem alríkisstjórnin gerði sama ár leiddi í ljós að Kerala, sem er með 44 ám var á meðal þeirra tíu viðkvæmustu fyrir flóðum á Indlandi.
BBC greindi frá.