Kínverjar tóku risastórt skref í þróun geimvopna í ágúst sl. þegar þeir prófuðu í laumi háþróaða kjarnorkueldflaug. Um er að ræða ofurhljóðfráa eldflaug sem getur borið kjarnorkuvopn (hypersonic missile).
Skýrslan segir að kínverski herinn hafi skotið á loft þess konar eldflaug sem flaug í tiltölulega lágri hæð hringinn í kringum jörðina áður en hún lenti í um 25 mílna fjarlægð frá skotmarki sínu.
Nýja eldflaugin kom Bandaríkjamönnum á óvart en heimildarmaður Financial Times sagði að þessi tækni Kínverja væri „mun þróaðri en bandarískir embættismenn höfðu gert sér grein fyrir." Nýja vopnið hefur þann möguleika að fljúga yfir Suðurheimskautið og getur þannig sniðgengið varnir Bandaríkjanna sem eru aðallega við Norðurheimskautið. The Jerusalem Post sagði einnig frá.
Kínverjar hafa aftur á móti neitað fyrir þetta.
The Jerusalem Post sagði einnig frá.