Ráðstefna um Omega fitusýrur

frettinLífið

Samtökin Ph-lífstíll standa fyrir ráðstefnu um omega-3 fitusýrur á fimmtudaginn  21. október kl. 17:30- 19:00.  Ýmsir áhugaverðir fyrirlesarar verða á staðnum og flytja þar erindi um málefnið.

Fyrirlesarar sitja allir fyrir svörum í lokin. 

Omega-3 fitusýrur

Hvernig vinna þær á bólgum og verkjum?

Hvernig styrkja þær ónæmiskerfið?

Hvernig metum við gæði þeirra?

Svör við þessum spurningum og mörgum fleiri verða í boði á fræðslufyrirlestri um Omega-3 fitusýrur.

Dagskrá:

Hogne Vik, MD, Ph.D. MBA. norskur læknir og fyrirlesari

talar um mikilvægi omega-3 fitusýra fyrir heilsuna.

Leif Kjetil Gjendemsjo, forstjóri Pharma Marine

talar um hvernig er hægt að tryggja ferskleika í framleiðslu.

Baldur Hjaltason, fyrrum forstjóri Lýsi hf. og

Guðmundur Haraldsson prófessor tala um viðmið fyrir hágæða omega-3 olíur.  

Fundarstaður er í Valsheimilinu Hlíðarenda,  í fræðslusalnum 2. hæð og er aðgangur ókeypis en  vegna sætjafjöld er nauðsynlegt að skrá sig með skilaboðum í síma 864 3580 eða á netfang: [email protected]


Image