Skólabörn í Kaliforníu skyldug til að fara í Covid bólusetningu

frettinErlent

Ríkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newsom, ætlar að skylda skólabörn til að fara í Covid bólusetningu um leið og FDA hefur samþykkt Pfizer bóluefnið fyrir 5 - 11 ára börn. Hann hvetur önnur ríki Bandaríkjanna til að fylgja eftir.

Kalifornía sem er fyrsta ríkið til að tilkynna þetta fyrirkomulag var einnig ríkja fyrst til að setja bólusetningaskyldu á kennara sem fengu frest til 15. október sl. til að hlýða skipuninni.

Kalifornía er eitt þeirra ríkja sem hefur verið með afar strangar Covid aðgerðir í Bandaríkjunum, þar á meðal grímuskyldu á öll skólabörn frá fimm ára aldri og börn í dagvistun niður í tveggja ára aldur.

Fræðsluráð í Orange County reyndi í ágúst sl. að fá lögbann á grímuskyldu skólabarna og hélt því fram að börn væru hvorki í hættu af Covid né líkleg til að smita aðra. Það tók dómara aftur á móti aðeins níu daga að hafna kröfunni.

Ólíklegt er að ríki þar sem Repúblikanar fara með völd fylgi Kaliforníu í þessu máli, til að mynda hefur Texas ríki alfarið lagt bann við skyldubólusetningu.

Í gær voru mótmæli við Capitol Hill í Washington DC gegn þessum áformum ríkisstjórans í Kaliforníu. Hér má sjá upptöku frá mótmælunum.