New York borg krefst þess að allir borgarstarfsmenn verði bólusettir í lok mánaðarins ella missi þeir atvinnu sína samkvæmt nýrri tilskipun borgarstjóra New York, Bill de Blasio. New York hefur á að skipa mesta starfsmannafjölda nokkurs sveitarfélags í Bandaríkjunum (um 300 þús.starfsmenn) og tilskipunin nær því til fjölda manns um leið og hún er meðal strangari fyrirmæla vegna bólusetninga í Bandaríkjunum.
Frá og með 1. nóvember verða allir borgarstarfsmenn, þar á meðal lögreglumenn, slökkviliðsmenn og hreingerningarfólk, að hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid, nema að vera með undanþágu frá lækni. Þeir munu ekki lengur mega stunda reglulegar skimanir sem valkost.
Nýju reglurnar koma í kjölfar svipaðra krafna sem gerðar hafa verið til kennara og heilbrigðisstarfsmanna og leiddu til aukinna bólusetninga. Þetta stóra skref á að hvetja til frekari bólusetninga í borginni.
Þessari ákvörðun fylgir þar að auki bónusgreiðslur og starfsmenn sem fá sinn fyrsta bóluefnaskammt frá og með 29. október fá 500 dollara aukagreiðslu ofan á laun sín, sagði borgarstjórinn.
Heimild: New York Times