Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimilaði á miðvikudag að gefa örvunarskammt fyrir Moderna og Johnson&Johnson bóluefni fyrir eldri hópa, fólk getur nú fengið annars konar bóluefni en það fékk upphaflega.
Herferð með örvunarskammta er hafin í Bandaríkjunum fyrir 65 ára og eldri og þá sem teljast vera í áhættuhópi. Markmiðið er að auka vernd gegn COVID-19 þar sem verkun bóluefnanna minnkar með tímanum.
„Í dag benda núverandi gögn til þess að virknin dvíni hjá ákveðnum hópum sem eru fullbólusettir," sagði framkvæmdastjóri FDA, Janet Woodcock. „Mikilvægt er að þeir hópar hafi aðgang að þessum samþykktu örvunarskömmtum til að verjast COVID-19 sjúkdómnum."
,,Mix&match" aðferðin, eða sambland tveggja bóluefna sem framleidd eru með mismunandi tækni, hefur verið notuð fyrir alla aldurshópa á Íslandi fyrir tugi þúsunda manns allt niður í 18 ára. Þó nokkrir sem fengu bóluefnið frá Astra Zeneca fengu Pfizer eftir að í ljós kom að það fyrrnefnda hafði klárast.
Þeim rúmlega 50 þúsund Íslendingum, í öllum aldurshópum, sem höfðu fengið bóluefnið Janssen var boðið upp á örvunarskammt með Pfizer eða Moderna. Engar rannsóknir á þess konar blöndu höfðu þó átt sér stað áður en Íslendingum var boðið upp á þetta fyrirkomulag.
New York Times greindi frá.