19 ára gamli rapparinn Einár var myrtur í gær af glæpagengi nærri Hammerby í Svíþjóð. Hann hafði sjálfur verið virkur í glæpagengi hér áður fyrr og virðist hafa haldið einhverjum tengslum við skipulagða glæpastarfsemi.
Einár sem lést af sárum sinum á vettvangi átti að vera vitni í máli þar sem hann var frelsisviptur af þekktum glæpahring fyrir tveimur vikum.
Einár var gríðalega vinsæll í Svíþjóð en virðist aldrei hafa getað sagt skilið við þann kúltúr sem hann ólst upp í.
Þess má geta að allmargir rapparar í Svíþjóð hafa verið ákærðir og fengið dóm í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi og gróft ofbeldi, meðal annars þar sem skotvopn hafa verið notuð.
Lögregla að störfum við vettvang glæpsins.