Formaður japanska læknafélagsins ráðleggur læknum að ávísa Ivermectin gegn COVID

frettinErlent

Formaður japanska læknafélagsins hefur ráðlagt japönskum læknum að ávísa Ivermectin vegna COVID-19. Haruo Ozaki, hélt blaðamannafund fyrir stuttu þar sem hann tilkynnti að lyfið Ivermectin sem meðal  annars er notað gegn sníkjudýrum virðist skila góðum árangri við að stöðva COVID-19 faraldurinn og mælir opinberlega með því að allir læknar í Japan byrji strax að nota lyfið til að meðhöndla COVID.

Ivermectin hefur verið umdeilt lyf og uppspretta deilna meðal heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við möguleika á meðferðum hjá þeim sem greinast með COVID-19 eins og víða annarsstaðar um Vesturlönd.

Grein eftir Kennedy Hall á LifeSiteNews.com sem gefin var út í febrúar á þessu ári olli meðal annars þessu deilum, en þar er fullyrt að stærsti glæpurinn í Covid fárinu sé að reyna að koma í veg fyrir lækningu með lyfi sem virkar og er öruggt og án aukaverkana. Lyfið sem hefur verið notað með góðum árangri fyrir fjóra milljarða manna frá árinu 1987 hefur víðtæka verkun. Uppfinningamaður kraftaverkalyfsins svokallaða Satoshi Omura hlaut Nóbelsverðlaun árið 2015.

Margar skýrslur og rannsóknir hafa gefið vísbendingar um að Ivermectin sé árangursríkt í baráttunni við COVID-19 og í löndum eins og t.d Indlandi, er mælt með því að nota það þó Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mæli ekki með því.

Dr. Ozaki vitnaði í gögn frá Afríkuþjóðum sem hafa nýtt Ivermectin í heimsfaraldrinum. Hann sagði að ef við berum saman lönd sem nota Ivermectin eins og Afríku þar sem fólk tekur það reglulega gegn sníkjudýrum sjáum við að COVID dánartíðni og veikindi eru langt undir en í þeim löndum sem ekki nota lyfið að staðaldri. 

Ef COVID-tölur eru skoðaðar í löndum sem gefa Ivermectin er fjöldi tilfella 134,4/100.000 og fjöldi dauðsfalla er 2,2/100.000.  En árið 2019 nam dánartíðni Japans af völdum inflúensu 2,9 dauðsföllum á hverja 100.000 íbúa sem er þá hærra hlutfall en Covid andlát segir Ozaki.

Annar japanskur læknir að nafni Dr. Nagao tekur í sama streng og segist hafa notað Ivermectin sem snemmmeðferð fyrir yfir 500 COVID sjúklinga með nánast 100% árangri.  Hann vill að lyfið sé notað á landsvísu.

Heimild: Dr. Eddy Betterman