Ríkisstjórn Austurríkis íhugar nú lokunaraðgerðir sem aðeins beinast að óbólusettum en bólusetningarhlutfall í Austurríki er um 62%.
Alexander Schallenberg kanslari tilkynnti þetta á föstudag á fundi með leiðtogum ríkisins þar sem rætt var um vaxandi fjölda Covid smita og mögulegar aðgerðir.
„Heimsfaraldurinn er ekki enn í baksýnisspegilinn," sagði Schallenberg. „Við erum á detta inn í heimsfaraldur hinna óbólusettu."
Schallenberg sagði að ef fjöldi Covid sjúklinga á gjörgæslu nái 500 eða 25% af þolmörkum gjörgæsludeilda verður aðgangur að veitingastöðum og hótelum takmarkaður við þá sem eru bólusettir og þá sem hafa náð sér af Covid.
Ef fjöldi sjúklinga nær 600 eða þriðjungi af þolmörkum gjörgæsludeilda ætlar ríkisstjórnin að setja frekari takmarkanir á óbólusetta. Í því tilfelli verður þeim óbólusettu aðeins heimilt að yfirgefa heimili sín af sérstökum ástæðum.
Ekki fylgir fréttinni hvort kanslarinn viti ekki að Covid bólusetning komi hvorki í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn né smiti aðra eins og kollegi hans Boris Johnson segir hér á fréttastöðinni Sky News þar sem hann hvatti mannskapinn til að mæta í þriðju sprautuna.
Daily Mail greindi frá.