Sóttvarnarlæknir lýsir áhyggjum sínum af þróun faraldursins í nýjum dálki á Covid.is þar sem segir meðal annars. „Með vaxandi afléttingu takmarkana þá hefur dreifing smits aukist og greinilegt að einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Þó að útbreidd bólusetning komi í veg fyrir smit og einkum alvarleg veikindi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né heldur að koma í veg fyrir innlagnir alvarlegra veikra."
Á vef Landspítalans kemur fram að í dag liggi inni 13 sjúklingar með Covid og þar af séu 11 bólusettir við sjúkdómnum. Erfitt er að sjá hvernig sóttvarnarlæknir getur enn staðhæft að útbreidd bólusetning komi í veg fyrir smit og einkum alvarlega veikindi, þegar 85% innlagðra hafa verið bólusettir. Hlutfall óbólusettra á sjúkrahúsinu hefur því hraðminnkað frá því í ágúst sl. ólíkt hlutfalli bólusettra.
Ef bólusetningin kemur í veg fyrir smit eins og sóttvarnarlæknir segir þá er óskiljanlegt að þeim skuli halda áfram að fjölga og áhyggjur sóttvarnarlæknis vera jafnmiklar og áður en bólusetningar hófust. Um 89% 12 ára og eldri hér á landi hafa verið bólusett og 99% þeirra sem eru 70 ára og eldri, sem sagt viðkvæmasti hópurinn.
Útlit er því fyrir að herða eigi takmarkanir að nýju og bjóða fólki meira af bóluefni sem hvorki stöðvar smit né alvarleg veikindi, eins og tölur Landspítalans sýna í dag.
Sömu sögu er að segja erlendis frá. Í sveitarfélaginu Bærum í Noregi voru t.d. allir níu Covid sjúklingarnir sem lágu inni á sjúkrahúsi, fullbólusettir. Í Singapore sem er eitt bólusettasta ríki heims, hafa smit aldrei verið fleiri, sbr. þessa mynd. Annað dæmi er frá Waterford á Írlandi þar sem 99,7% íbúa eru bólusettir en hvergi fleir smit í landinu en einmitt þar.
Í þessu samhengi má líka nefna nýlega fréttatilkynningu dags. 21. október frá Lyfjastofnum sem nú hefur verið fjarlægð af síðu hennar og fram kom að ríflega 2000 tilkynningar um aukaverkanir sem Landlæknir hafði safnað saman hjá sér frá upphafi bólusetninga, vörðuðu einstaklinga sem höfðu smitast eftir bólusetningu.
Gott væri ef sóttvarnarlæknir myndi nýta þennan nýja upplýsingadálk til að útskýra fyrir mannskapnum hvers konar „bóluefni" þetta eru sem verið er að sprauta í fólk og til stendur að gefa börnum 6-11 ára, sem eru tölfræðilegra ekki í hættu vegna Covid. En 5486 tilkynningar um grunaðar aukaverkanir tengdum þessum lyfjum hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar, þar af 225 alvarlegar.