,,Hættið að skima einkennalaus börn” segir vísindamaður hjá AstraZeneca

frettinErlent

Skimanir á einkennalausum börnum í skólum þarf að stöðva, segir einn af yfirmönnum hjá Oxford/Astra Zeneca sem stýrði einnig þróun AstraZeneca
 bóluefnisins.

Dr. Sir Andrew Pollard, Pollard sagði við þingmenn Bretlands að það væri algjörlega nauðsynlegt að halda börnum í skólanum og helstu áhrif faraldursins á börn væru sálræns eðlis; þegar þau eru neydd til að vera heima.

Dr. Lucy Chappell, einn helsti ráðgjafi heilbrigðis-og félagsmálaráðuneytisins, sagði aftur á móti að ríkisstjórnin væri skuldbundin til að framkvæma skimanir þar til a.m.k. í janúar.

Pollard sagði ennfremur við þingmennina: „Augljóslega hafa allar þessar skimanir í skólum afar truflandi áhrif á skólastarfið, hvort sem það er fyrir barnið sjálft sem sett er í einangrun eftir jákvætt svar úr sýnatöku þrátt fyrir að vera alfrískt, eða sökum hræðslu meðal annarra í skólunum. Við vitum að sumar fjölskyldur taka börn sín úr skólanum ef nemandi fær jákvætt svar úr sýnatöku."

„Ég tel að þessar víðtæku skimanir hafi neikvæð áhrif á skólakerfið og að við verðum að tileinka okkur annað fyrirkomulag," segir Pollard.

„Með öðrum orðum, frekar ætti að skima þá sem eru veikir heldur en að vera með reglulegar skimanir á einkennalausum börnum. Og almenna reglan er auðvitað sú, að þegar maður er lasinn þá heldur maður sig heima."

Heimild.