Mónakófursti tekur sex ára tvíbura sína með á loftslagsráðstefnuna

frettinErlent

Albert Mónakófursti hefur sagt frá því að sex ára tvíburar hans Gabriella
prinsessa og Jacques prins fari með honum á Cop26 loftslagsráðstefnuna í Glasgow í næstu viku.

Albert fursti sagði við tímaritið People að hann vildi ekki skilja börnin eftir ein, en móðir þeirra er enn í Suður-Afríku þar sem hún hefur dvalið síðustu mánuði eftir að hafa fengið alvarlega sýkingu í vor.

Furstinn sem er mikill umhverfissinni sagði að tvíburarnir myndu vera með sína eigin dagskrá í Glasgow, heimsækja söfn og fleiri áhugaverða staði.

Þetta var tilkynnt stuttu eftir að Albert upplýsti að móðir barnanna væri bráðlega á heimleið. Í sumar var aftur á móti uppi þrálátur orðrómur um að hjónaband þeirra stæði á brauðfótum.

Daily Mail sagði frá.