Allt að 90 þúsund dala sekt eða fangelsi fyrir grímuleysi og mótmæli

frettinErlent

Dan Andrews forsætisráðherra Viktoríufylkis í Ástralíu hefur fengið aukin völd sem hann getur nýtt til að lýsa yfir neyðarástandi hvenær sem er.

Samkvæmt nýjum lögum geta íbúar Viktoríu átt yfir höfði sér $90.000 sekt eða tveggja ára fangelsi fyrir að vera ekki með grímu eða mótmæla lokunaraðgerðum.

Með lögunum óttast stjórnarandstaðan að forsætisráðherrann geti beitt sóttvarnarreglum gegn ákveðnum aðilum, til dæmis út frá kynhneigð eða stjórnmálaskoðunum.

Martin Foley heilbrigðisráðherra fullyrti að lögin hafi verið sniðin með gagnsæi að leiðarljósi, en stjórnarandstaðan segir hana vera „árás á lýðræðið".

Samkvæmt frumvarpinu mun forsætisráðherrann einnig geta lýst yfir heimsfaraldri jafnvel þótt engin smit séu í fylkinu og eins getur hann framlengt neyðarástandi um þrjá mánuði í senn.

Þetta umfangsmikla frumvarp var lagt fyrir  þingið sl. þriðjudag og fría forsætisráðherrann einnig frá því að þurfa lækna til að skrifa undir lýðheilsufyrirmæli.

Heimild: Daly Mail.