Loftslagsráðstefnugestir undanþegnir reglum um bólusetningavottorð

frettinErlent

Bólusetningapassar skosku ríkisstjórnarinnar tóku gildi 18.október sl. Reglurnar eru þær að hver sá sem sækir fjölmennan viðburð í landinu þarf að sýna fram á að hafa fengið tvöfaldan skammt af Covid bóluefni. 

Þetta á við um næturklúbba og aðra skemmtistaði fyrir fullorðna, standandi innanhúsviðburði með fleiri en 500 manns, standandi útiviðburði með fleiri en 4.000 manns, alla viðburði þar sem fleiri en 10.000 manns mæta. 

COP26 loftslagsráðstefnuna sem hefst í Glasgow á mánudaginn sækja um 25 þúsund gestir og með réttu ætti hver og einn því að sýna fram á tvöfalda bólusetningu. En slakað hefur verið á reglunum fyrir ráðstefnuna og þurfa gestir ekki að sýna fram á bólusetningu. 

Þeir sem koma frá rauðum löndum þurfa að fara í sóttkví á hóteli fyrir ráðstefnuna, bólusettir jafnt sem óbólusettir. 11.október sl. voru 47 ríki tekin af rauða listanum og eftir stóðu sjö sem jafnframt fara af listanum 1. nóvember nk. eða daginn sem ráðstefnan hefst. Ekki fylgir fréttinni hvort listinn sé byggður á vísindum eða pólitík.

Ísland er ekki á rauða lista Bretlands þótt það sé aftur komið á rauða listann hjá Sóttvarnarstofnun Evrópu. Því þarf 50 manna sendinefnd Íslands ekki að fara í sóttkví fyrir viðburðinn og eins og áður segir, ekki  sýna fram á að vera bólusett fyrir heimsfaraldrinum.