Evrópuþingmaður: ,,Lokið mig inni og hendið lyklunum, ég mun ekki taka bóluefnið“

frettinErlent

Nokkrir Evrópuþingmenn, þar á meðal Christine Anderson frá Þýskalandi, gagnrýndu pólitísku yfirstéttina harðlega fyrir að innleiða bólusetningavegabréf.

Andersen hélt þrumuræðu sem heyra má hér og hafði þetta að segja:

Þegar ríkisstjórn segist bera hagsmuni borgaranna fyrir brjósti, þá þarf maður að hugsa tvisvar.

Í mannkynssögunni allri, hefur pólitísk yfirstétt aldrei haft einlægar áhyggjur af velferð hins almenna borgara. Hvað fær okkur til að halda að það sé öðruvísi í þetta sinn?

Ef við höfum eitthvað lært þá er það að treysta ekki því sem nokkur ríkisstjórn segir okkur, gagnrýnum ávallt hvað ríkisstjórnir gera eða gera ekki. Spyrjum, hverjir hagnast?

Þegar pólitísk yfirstétt beitir svo miklum þrýstingi við að koma ákveðnu máli í gegn með kúgun og stjórnsemi, getið þið verið nokkuð viss um að hagsmunir ykkar eru ekki það sem ríkisstjórnin hefur í huga.

Hvað mig snertir, mun ég ekki láta bólusetja mig með einhverju sem ekki hefur verið fullprófað og ekki verið sannað að ávinningurinn sé meiri en áhættan. Eins vitum við ekkert um hverjar langtíma aukaverkanir eru.

Ég ætla ekki að vera tilraunadýr og láta bólusetja mig með tilraunalyfi og hvað þá að ég láti bólusetja mig að því að ríkisstjórn mín segir mér að gera það og lofi mér frelsi í staðinn. Enginn veitir mér frelsi því ég er frjáls manneskja. Ég skora á framkvæmdastjórn ESB og þýsku ríkisstjórnina: Lokið mig inni og hendið lyklunum, sama er mér. En ég mun aldrei láta þvinga mig, frjálsa ríkisborgarann sem ég er, í bólusetningu sem ég ákveð að taka ekki," sagði Andersen.