Brasilíski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Riuler de Oliveira, sem lék með japanska liðinu Shonan Bellmare, lést á þriðjudagsmorgun úr hjartaáfalli, 23 ára gamall.
„Við hörmum mjög þær fregnir af skyndilegum dauða hans,“ sagði japanska deildarliðið sem Oliveira hefur spilað með frá því í október 2020. „Félagið vill votta fjölskyldu og vinum Oliveira sína innilegustu samúð, segir í yfirlýsingu frá félaginu.
Brasilíski miðjumaðurinn hóf feril sinn í Asíu árið 2019, þar sem hann lék fyrir nokkur japönsk lið, t.d. JFC Miyazaki og FC Osaka árið 2020.
Oliveira fæddist í borginni Bastos í Brasilíu 25. janúar 1998 og hóf feril sinn í borginni Sao Paulo. Hann spilaði með Coritiba árið 2015, Athletico Paranaense árið 2016 og Internacional de Porto Alegre árið 2018. Auk þess lék hann sjö leiki í U17 landsliði Brasilíu.
Fréttin.is sagði frá því fyrr í dag að knattspyrnumaðurinn Adama Traore í Sherrif Tiraspol hafi hnigið niður á vellinum í gær í leik við Real Madrid.
John Fleck, miðjumaður Sheffield United, féll niður á þriðjudaginn í viðureign gegn Reading. Danska stjarnan Christian Eriksen fékk hjartastopp á EM 2020. Einnig var nýlega tilkynnt að argentíski leikmaðurinn Sergio Aguero hjá Barcelona væri hættur að spila fótbolta eftir að hafa fengið fyrir hjartað í leik fyrir um mánuði síðan. Þá fór fyrrverandi landsliðsmaður Íslands, Emil Pálsson, í hjartastopp 1. nóvember sl.
Fréttin.is sagði einnig nýlega frá 75 íþrótta-og afreksmönnum sem hafa skyndilega látist eða veikst síðustu mánuði.