Enn einn knattspyrnumaðurinn hnígur niður – nú Charlie Wyke hjá Wigan Athletics

frettinErlent

Charlie Wyke, leikmaður enska fyrstu deildar liðsins Wigan Athletics, er einn þeirra fótboltamanna sem hnigið hafa niður á æfingu eða leik síðustu daga og mánuði. Leikmaðurinn er á sjúkrahúsi og ástand hans metið stöðugt.

Liðið tilkynnti á fimmtudag að Wyke, 28 ára, hafi fengið læknismeðferð eftir atvikið áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Áfram er fylgst með honum og verður hann ekki tiltækur í náinni framtíð.

Framkvæmdastjóri Wigan, Mal Brannigan, sagði á heimasíðu félagsins: „Fyrst og fremst er heilsa og vellíðan Charlie algert forgangsmál allra sem honum tengjast, auk þess að  veita honum og fjölskyldu hans stuðning."

Wyke flutti sig í sumar frá Sunderland til Wigan og hefur skorað fimm mörk í 17 leikjum fyrir liðið.

The Guardian segir frá.

Fréttin.is sagði frá því í gær að brasilíski landsliðsmaðurinn Riuler de Oliveira hafi látist skyndilega eftir hjartáafall, aðeins 23 ára gamall.  Þá sagði miðillinn  frá því að knattspyrnumaðurinn Adama Traore í Sherrif Tiraspol hafi hnigið niður á vellinum í fyrradag í leik við Real Madrid.

John Fleck, miðjumaður Sheffield United, féll niður á þriðjudaginn í viðureign gegn Reading. Danska stjarnan Christian Eriksen fékk hjartastopp á EM 2020. Einnig var nýlega tilkynnt að argentíski leikmaðurinn Sergio Aguero hjá Barcelona væri hættur að spila fótbolta eftir að hafa fengið fyrir hjartað í leik fyrir um mánuði síðan. Þá fór fyrrverandi landsliðsmaður Íslands, Emil Pálsson, í hjartastopp 1. nóvember sl.

Fréttin.is sagði einnig nýlega frá 75 íþrótta-og afreksmönnum sem hafa skyndilega látist eða veikst síðustu mánuði.