Ekkert Covid og engar bólusetningar byrjaðar í Norður-Kóreu

frettinErlent

Alþjóðlega bóluefnasamstarfið COVAX hefur lagt til hliðar 4,73 milljónir skammta af AstraZenecabóluefni til að senda Norður-Kóreu sem er eitt örfárra ríkja heims sem hafa enn ekki byrjað að bólusetja borgara sína.

Ríkisstjórn Norður-Kóreu var boðið tvær milljónir bóluefnaskammta í september sl. sem hún hafnaði vegna áhyggna af aukaverkunum, og þessu nýja boði frá COVAX svaraði ríkisstjórnin a.m.k. ekki undireins. Hún hefur áður líka hafnað boði um bóluefni frá Kína og Rússlandi.

Sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu, sem hefur umsjón með samskiptum við Norður-Kóreu, sagði á þriðjudag að svo virðist sem ítarleg dreifingaráætlun hafi enn ekki verið gerð, á meðan COVAX heldur áfram að eiga í samskiptum við yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.

Úthlutun bóluefnanna er hluti af áætlun COVAX um að dreifa 43 milljónum skömmtum af AstraZeneca bóluefninu og Moderna fyrir lok desember. COVAX stefnir að því að senda allt að einn milljarð skammta á þessu ári.

COVAX sem er í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina(WHO) hefur frá því í janúar úthlutað bóluefnum til rúmlega 140 ríkja sem fá bóluefnin endurgjaldslaus.

Norður-Kórea og Erítrea eru einu löndin sem hafa enn ekki hafið bólusetningarherferð sína gegn CCOVID-19, samkvæmt WHO.

Norður-Kórea hefur ekki opinberlega staðfest nein COVID-19 tilfelli, nokkuð sem yfirövld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum efast um. En Norður-Kórea hefur aftur á móti beitt ströngum sóttvarnaraðgerðum, lokað landamærum sínum og sett takmarkanir á innlend ferðalög.

Þann 11. nóvember sl. hafði Norður-Kórea tekið að minnast kosti 45.564 Covid sýni í landinu en ekkert þeirra var jákvætt, samkvæmt WHO.

Aðra sögu er að segja af nágrönnum þeirra í Suður-Kóreu, þar er bólusetningahlutfallið um 80% og faraldurinn í fullum gangi.

Reuters sagði frá.