Flest greind Omicron smit hjá fullbólusettum samkvæmt Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna

frettinErlent

Flest af þeim 43 COVID-19 tilfellum af völdum Omicron afbrigðisins sem greinst hafa í Bandaríkjunum hingað til voru hjá fullbólusettu fólki og þriðjungur þeirra hafði fengið örvunarskammt, samkvæmt bandarískri skýrslu sem birt var á föstudag.

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) sagði að af 43 tilfellum sem kennd eru við Omicron afbrigði hefðu 34 manns verið bólusettir að fullu. Fjórtán þeirra höfðu einnig fengið svokallaðan örvunarskammt, þó að fimm þeirra hafi komið upp innan við 14 dögum eftir þriðja skammtinn áður en full vörn á að nást.

Þó að tölurnar séu mjög lágar, auka þær á áhyggjurnar af því að núverandi COVID-19 bóluefni geti veitt minni vörn gegn hinu mjög smitandi nýja afbrigði, Omicron.

Omicron afbrigðið hefur fundist með sýnatöku í um 22 ríkjum hingað til eftir að hafa verið greind í suðurhluta Afríku og Hong Kong í lok nóvember.

Meðal Omicron tilfella voru 25 einstaklingar á aldrinum 18 til 39 ára og 14 höfðu ferðast til útlanda. Sex manns höfðu áður smitast af veirunni.

Flestir þeirra voru með væg einkenni eins og hósta, þrengsli og þreytu, segir í skýrslunni en einn einstaklingur var lagður inn á sjúkrahús í tvo daga. Önnur einkenni sem greint hefur verið sjaldnar frá eru ógleði og uppköst, mæði eða öndunarerfiðleikar, niðurgangur og tap á bragð-eða lyktarskyni.

CDC sagði að þó að mörg af fyrstu tilkynntu Omicron tilfellunum virðist vera væg, þá líður ákveðinn tími á milli sýkinga og alvarlegra afleiðinga. Einnig má búast við að einkennin séu vægari hjá bólusettum einstaklingum og þeim sem hafa áður fengið SARS-CoV-2 sýkingu.

Fyrsta þekkta bandaríska Omicron tilfellið var greint 1. desember sl. hjá fullbólusettum einstaklingi sem hafði ferðast til Suður-Afríku.

Reuters sagði frá.