Fimm mál gegn sóttvarnalækni verða flutt á morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur

frettinInnlendarLeave a Comment

Aðalmeðferðir í fimm mál­um gegn sótt­varna­lækni fara fram á morg­un fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Þau snúast öll um lög­mæti fyr­ir­mæla sótt­varna­lækn­is um að skipa ein­kenna­laus­u fólki að sæta ein­angr­un á grund­velli já­kvæðs PCR-prófs.

Þetta er í fyrsta sinn sem látið er reyna á ­fyr­ir­mæli um einangrun frá sótt­varna­lækn­is hér­ á landi.

„Mál­in snú­ast um það að fólk, sem hef­ur greinst já­kvætt á PCR-prófi og er ein­kenna­laust, sé skikkað í ein­angr­un. Verið er að láta reyna á það hversu langt sótt­varna­lækn­ir get­ur gengið  gagn­vart ein­kenna­lausu fólki. Þetta er gert til að knýja fram efn­is­lega úr­lausn um þann vís­inda­lega grunn sem all­ar þess­ar aðgerðir stjórn­valda eru reist­ar á,“ seg­ir Arn­ar Þór Jóns­son, lögmaður þeirra sem málið sækja, í sam­tali við mbl.is.

Dæmt ólög­mætt er­lend­is

Arnar sagði að það hafi reynt á gildi PCR-prófa fyr­ir dóm­stól­um í Aust­ur­ríki, Þýskalandi og Portúgal. Þar var niðurstaðan að stjórn­valdsákv­arðanir mætti ekki reisa á PCR-próf­um og því tel­ur Arn­ar tíma­bært að láta reyna á málið hér á landi. 

„Að mínu viti er full ástæða til að láta reyna á þetta. Fram­kvæmd­ar­valdið á ekki að vera bremsu- og aðhalds­laust. Ég tel því nauðsyn­legt að láta reyna á það hvar vald­mörk sótt­varna­lækn­is liggja og hvert gildi þess­ara PCR-prófa er sem verið er að reisa þetta allt sam­an á. Þessi próf hafa verið tal­in ófull­nægj­andi grund­völl­ur frels­is­skerðinga víða er­lend­is. Því er tíma­bært að láta að reyna á þetta hér.“

Arn­ar seg­ir að vænta megi niður­stöðu dóms­ins ekki síðar en á þriðju­dag­inn.

mbl.is greindi frá.

 

Skildu eftir skilaboð