WHO: Tóbaksvarnarheimild nýtt til alheimsyfirráða með hugsanlegum refsiaðgerðum?

thordis@frettin.isErlent, Pistlar1 Comment

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) byrjaði að leggja drög að heimsfaraldurssáttmála sínum í desember 2021 á sérstökum fundi sem bar yfirskriftina: „Heimurinn saman.“

WHO telur sig hafa heimild í 19. grein stjórnarskrár WHO til að gera slíkan sáttmála, sem „[veitir] Alþjóðaheilbrigðisþinginu heimild til að samþykkja ákvarðanir eða samninga um hvaða mál sem er á valdsviði WHO.“

Þessi heimild var hins vegar upphaflega sett inn vegna rammasamnings WHO um tóbaksvarnir en núna er verið að útvíkka ákvæðið og láta það taka til viðbragða aðildarríkjanna við heimsfaröldrum í framtíðinni.

WHO gæti ráðið hvað telst vera heimsfaraldur

Kanadíska þingkonan Leslyn Lewis hefur, eins og t.d. Evrópuþingskonan Christine Anderson, bent á hættuna sem þetta skapar fyrir almenning, því sáttmálinn myndi gera WHO mögulegt að ákvarða hvað er heimsfaraldur og hvenær hann á sér stað, jafnvel vegna einhvers sem ekki tengist veiru eins og t.d. offitu. Þetta myndi í raun veita WHO heimild til að taka stjórn á heilbrigðiskerfum aðildarríkjanna hvenær sem WHO vildi.

Forstjóri WHO vill fá vald til að refsa aðildarríkjum

WHO og þýski heilbrigðisráðherrann hafa sagt að hugsanlega þurfi að refsa löndum sem óhlýðnast reglum sem WHO mun setja þeim samkvæmt heimild í nýja heimsfaraldurssáttmálanum, verði hann að veruleika.

Þýski heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, sem gengið hefur hvað harðast fram í Evrópu við að þvinga fólk í tilraunabólusetningu við Covid-19, hefur sagt að umræða um refsiaðgerðir sé ekki auðveld umræða, en hann telji þetta nauðsynlega umræðu.

Þá hefur forstjóri WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus, sagst vera sammála því að það ætti að vera á borðinu að refsa aðildarríkjum og sagði að það gæti verið mikilvægt að kanna með möguleikann á refsiaðgerðum.

Hvers konar stofnun er WHO?

Eins og Fréttin hefur fjallað um var WHO breytt í gróðafyrirtæki undir stjórn auðkýfinga í kringum 2016. Þetta er því ekki sama stofnunin og Ísland gerðist aðili að árið 1948.

Einn þessara auðkýfinga er Bill Gates sem hefur enga heilbrigðis- eða háskólamenntun, telur hann sig engu að síður sérfræðing í heimsfaröldrum . Gates hefur í gegnum gríðarleg fjárframlög til WHO náð tökum á starfsemi og stjórn WHO og hefur ekki farið leynt með það.

Það ætti að vera mikið áhyggjuefni að í gangi séu fyrirætlanir um að gróðafyrirtæki undir stjórn auðkýfinga eins og WHO fái heimild til að fyrirskipa aðildarríkjum í heilbrigðismálum og refsa þeim fari þau ekki að vilja WHO.

Þetta ætti að vekja upp spurninguna um það hvort Ísland eigi áfram að vera aðildarríki WHO, fái stjórnendur WHO þetta aukna vald.  Fái þeir það eru forsendurnar fyrir aðild Íslands árið 1948 ekki lengur þær sömu og þær voru.

Hér neðar má lesa yfirlýsingu þingkonunnar Leslyn Lewis um þennan sáttmála WHO.

Heimild.


One Comment on “WHO: Tóbaksvarnarheimild nýtt til alheimsyfirráða með hugsanlegum refsiaðgerðum?”

Skildu eftir skilaboð