Albert Bourla, forstjóri Pfizer Inc, sagði frá því á Twitter í gær að hann hefði greinst með Covid í annað sinn en að honum liði vel og væri einkennalaus.
Þetta er í annað sinn sem Bourla greinist með Covid á 6 vikum. Síðast sagðist hann vera með væg einkenni en notaði engu að síður tækifærið til að auglýsa Paxlovid lyfið sem Pfizer framleiðir og ætlað er þeim sem verða alvarlega veikir. Sagðist hann þá vera að taka Paxlovid, þrátt fyrir vægu einkennin.
Núna notar hinn einkennalausi forstjóri tækifærið til að auglýsa nýjasta örvunarskammt, sem aldrei var prófaður á mannverum, fyrirtækisins sem hann hafði reyndar ekki prófað sjálfur því innan við 3 mánuðir eru síðan hann greindist síðast.
Bourla útskýrir ekki hvers vegna þeir fjórir skammtar sem hann segist hafa látið dæla í sig af mRNA tilraunaefni Pfizer koma ekki í veg fyrir að hann greinist aftur og aftur með Covid, eins og hann fullyrti að skammtarnir ættu að gera. Né heldur útskýrir hann hvernig nýjasta útgáfa örvunarskammts Pfizer gæti gert honum eitthvað gagn, þar sem hann kveðst þegar vera einkennalaus og þar af leiðandi alls ekkert lasinn. Forstjóri Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna, CDC, sagði á síðasta ári að gögn þeirra sýndu að sá sem væri „bólusettur,“ myndi ekki bera veiruna.
Hlutabréf Pfizer hafa fallið í verði hægt og sígandi allt þetta ár en hafa þo tekið smá stökk upp á við inn á milli. Hugsanlega eru þessar lyfjaauglýsingar forstjórans sem hann tengir við Covid greiningar liður í því að reyna að koma í veg fyrir frekara verðfall hlutabréfa fyrirtækisins.
Óskandi hefði verið að „bóluefnið“ hefði virkað svona vel á okkar menn, til dæmis Kára Stefánsson, sem var þrísprautaður en hefur aldrei orðið jafn veikur og þegar hann fékk Covid, og síðan hann Þórólf sem líka var þrísprautaður en sagði pestina vera eina þá verstu sem hann hafi fengið.