Fjórsprautaður forstjóri Pfizer með COVID-19: honum líður vel en fær nýja lyfið Paxlovid

frettinErlentLeave a Comment

Albert Bourla, forstjóri Pfizer Inc, sagði frá því í dag að hann hefði reynst jákvæður fyrir COVID-19 og væri með mjög væg einkenni.

Bourla, sem er  60 ára, sagðist vera að taka COVID-19 Paxlovid lyfið sem Pfizer framleiðir, og væri að einangra sig og fylgja öllum varúðarráðstöfunum um lýðheilsu.

„Ég er þess fullviss að ég mun ná skjótum bata,“ sagði Bourla í yfirlýsingu.

Lyfið Paxlovid er gefið þeim sem eru taldir í mikilli áhættu á að verða alvarlega veikir af sjúkdómunum.

Í mars sl. sagði forstjórinn að fjórða sprautan væri nauðsynleg til að koma í veg fyrir smit. Þriðja sprautan myndi þó nægja til að fólk yrði ekki alvarlega veikt og þyrfti á sjúkrahúsinnlögn að halda.

Þrátt fyrir þetta er fjórsprautaði forstjórinn að taka Paxlovid sem, eins og áður segir, er gefið þeim sem eru í hættu á að verða alvarlega veikir af Covid-19.

Skildu eftir skilaboð