Innan við 2% Bandaríkjamanna sem eru gjaldgengir í uppfærða Covid „bólusetningu“ hafa þegið sprauturnar, sem nú hafa staðið til boða frá því í byrjun mánaðar.
Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, mælir með því að allir eldri en 12 ára fái uppfærða „bóluefnið“ svo lengi sem að minnsta kosti tveir mánuðir séu liðnir frá síðasta Covid skammti þeirra.
Að minnsta kosti 4.4 milljónir manna hafa fengið nýja efnið samkvæmt gögnum sem gefin voru út á fimmtudag af CDC. Þessi tala samsvarar um 1,5% Bandaríkjamanna sem nú er gjaldgengur í bólusetninguna.
Gögn CDC innihalda ekki íbúa Idaho og Texas segir CDC, þannig að þetta er líklega vanmat. Hvíta húsið áætlar að fjöldinn sé nær 5 milljónum skammta af nýja örvunarefninu, að því er Associated Press greindi frá.
CDC samþykkti uppfærðar útgáfur af örvunarskömmtum Pfizer og Moderna 1. september sl. og hafa heilsugæslustöðvar, apótek o.fl. verið að gefa nýju sprauturnar. Tvígildu bóluefnin eiga bæði að vernda gegn upprunalega stofninum og omicron undirafbrigðunum BA.4 og BA.5 sem nú eru í umferð.
Dr. Scott Roberts, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Yale háskólann, sagði að þessi litla eftirspurn væri vonbrigði.
„Ég hefði búist við því að miklu hærra hlutfall Bandaríkjamanna hefðu verið búnir að fá örvunarskammtinn á þessum tímapunkti,“ sagði hann.
Roberts sagði að kannski vissi fólk ekki af bólusetningunum eða að sú skoðun að heimsfaraldrinum væri að ljúka gæti hafa hindrað eftirspurn bóluefnisins.
„Sú staðreynd að þetta bóluefni kom út dögum áður en Biden sagði að heimsfaraldrinum væri lokið eru gríðarlega misvísandi skilaboð,“ sagði hann. „Nú verður mun erfiðara að sannfæra þá sem eru í áhættu að fara í sprautuna.”
Það stefnir því líklega í það að milljónir skammta til viðbótar lendi í ruslinu, eins og til dæmis í Sviss sem þarf að henda „bóluefni“ að andvirði 40 millarða kr. Annað eins hefur farið í ruslið í Bandaríkjunum og annars staðar í Evrópu. Í vor þurfti Moderna að henda um 30 milljónum skammta vegna lélegrara eftirspurnar.
Í flestum tilfellum hafa þó ríkisstjórnir heims þegar keypt og greitt fyrir bóluefnið og því eru það ríkissjóðir heims sem tapa, en ekki lyfjafyrirtækin. Ekki er hægt að skila því efni sem þegar hefur verið keypt.
One Comment on “Innan við 2% gjaldgengra Bandaríkjamanna hafa þegið uppfærða C-19 sprautuefnið”
gjaldgengir?