Svíar neita að upplýsa Rússa um rannsókn sína á skemmdum Nord Stream

frettinErlent, OrkumálLeave a Comment

Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hefur lýst því yfir að Svíar muni ekki deila með Rússum niðurstöðum rannsóknar sinnar á sprengingunum sem stórskemmdu rússnesku Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar þann 26. september sl.

Í samtali við blaðamenn í gær, mánudag, sagði Andersson „Í Svíþjóð eru bráðabirgðarannsóknir okkar trúnaðarmál og það á auðvitað einnig við í þessu tilviki."

Hún benti hins vegar á að Rússar geti framkvæmt eigin rannsókn ef þeir vilja, þar sem Svíþjóð hefði aflétt lokunum á svæðinu.

Sænsk stjórnvöld segjast hafa fundið sönnunargögn sem benda til skemmdarverks.

Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands hvatti Svía til þess í síðustu viku að heimila rússneskum yfirvöldum og orkurisanum Gazprom að taka þátt í rannsókninni.

Vladimír Pútín forseti sagði á fundi öryggisráðs Rússlands á mánudag að þrátt fyrir að Rússum væri ekki veittur aðgangur að rannsókninni „vitum við öll vel hver er endanlegur ávinningur af þessum glæp“.

Pútín hefur áður sakað Bandaríkin og Bretland um að standa á bak við það sem stjórnvöld í Moskvu lýsa sem „alþjóðlegu hryðjuverki“.

Orð Pútíns virðast ekki vera fjarri raunveruleikanum en Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði árásinni á blaðamannafundi 30. september sl.  sem hann sagði „gríðarlegt tækifæri“ fyrir Evrópu „til að hætta að treysta á rússneska orku“. Þá þakkaði fyrrum utanríkisráðherra Póllands Bandaríkjunum fyrir og skrifaði einfaldlega „Takk Bandaríkin,“ og birti mynd af sprengingunni á Twitter, færslu sem hann eyddi nokkru síðar.

Orð Blinken ættu ekki að koma á óvart í ljósi loforðs Biden Bandaríkjaforseti þann 7. febrúar sl. um að Bandaríkin myndu binda enda á notkun Nord Stream leiðslunnar. Orð Biden benda til þess að Bandaríkjunum sé slétt sama um þær afleiðingar sem orkuskortur hefur á Þýskaland og Evrópu í heild, sem hefur verið mjög háð rússneskri orku. Þá sagði Victoria Nuland aðstoðarutanríkisráðherra það sama í janúar sl.; innrás í Úkraínu þýddi engin Nord Stream 2 leiðsla.

Í gær sagði Fréttin frá því að Gazprom hefði birt myndir af sprengju sem fundist hefði við gasleiðsluna í nóvember 2015.

Þess má geta að Svíþjóð hefur sótt um aðild að NATO þar sem Bandaríkin ráða lögum og lofum.

Heimild 

Skildu eftir skilaboð